Kynjafræði, jafnrétti og lýðræði

Eftirfarandi heimasíða er hugsuð sem námsvefur fyrir elsta stig í grunnskóla þar sem nemendur og kennarar geta nálgast efni tengdu kynjafræði, jafnrétti og lýðræði. Á heimasíðunni eru ýmsir fróðleiksmolar sem hægt er að lesa sér til um ásamt því að finna gagnabanka af verkefnum. Hægt er að nýta verkefnin bæði sem verkefnavinnu og hugmynd að verkefni sem hægt væri að útfæra á ýmsa vegu. Tilgangur heimasíðunnar er að bjóða upp á aðgengilegt efni fyrir nemendur og kennara og sömuleiðis til þess að halda upplýsingaflæði um kynjafræði, jafnrétti og lýðræði gangandi í samfélaginu.

Heimasíðan er verkefni í áfanganum Kynjafræði, jafnrétti og lýðræði, KJL1505, á vegum Háskólans á Akureyri. Höfundar hennar eru: Bergrós Lilja Unudóttir, Freydís Erna Guðmundsdóttir, Hannes Lárus Hjálmarsson og Hrefna Lára Sighvatsdóttir.

Feminíkst sjónarhorn

Jafnrétti kynjanna

Í gegnum tíðina hafa karlmenn haft meiri völd og hafa enn. Unnið er að því að bæta stöðu kvenna með því að stuðla að jafnrétti kynjanna. Með jafnrétti kynjanna er verið að stuðla að því að frelsi og réttlæti sé náð óháð kyni.

Jafnrétti kynjanna er markmið 5 í Heimsmarkmiðunum.

Þessu fylgja ýmsar áskoranir og gott fyrir okkur að hugsa hvað við getum gert í okkar nærumhverfi til að efla manngildi og réttindi allra óháð kyni.

Jafnréttisbarátta

Kvennabarátta hefur verið við lýði í fleiri en 100 ár þar sem konur sitja í forystu og berjast fyrir réttindum sínum. Öll eigum við rétt á mannréttindum. Í því felst að geta lifað lífinu án ofbeldis og mismununar, getað notið þess að vera heilbrigð í eigin líkama, fá menntun, eiga eign, fá að kjósa og eiga jafnan rétt á við aðra. Í gegnum tíðina hafa konur þurft að lúta lægra haldi gegn karlmönnum. Konur hafa þurft að berjast fyrir réttindum sínum til margra ára til þess að komast á þann stað sem margar konur er á í dag. Það eru þó enn margar konur í heiminum sem búa við mismunun einungis vegna kyns síns.

Hér áður fyrr var staðan slík í samfélaginu að konur áttu að vera heimavinnandi húsmæður þar sem þær huguðu að heimilinu og barnauppeldinu á meðan karlarnir fóru út að vinna fyrir heimilið og voru þar af leiðandi eini tekjustofn heimilisins. Sömuleiðis höfðu konur engan kosningarétt fyrr en seint og síðar meir og það var með tilkomu kvennréttindabaráttu sem kom því í gegn. Baráttan um kosningarétt kvenna hófst fyrst árið 1885 hér á landi. Árið 1894 var Hið íslenska kvenfélag stofnað en þeirra hlutverk var að stuðla að jafnrétti kynjanna og þátttöku kvenna í opinberum málum. Loks árið 1915 fengu konur 40 ára og eldri kosningarétt. Árið 1920 fengu allar íslenskar konur 25 ára og eldri full pólitísk réttindi.

Líkt og kom fram í grein eftir Gyðu Margréti Pétursdóttir (2012, bls. 7) þá er ávallt ein tegund karlmennskunnar sem er yfirráðandi í samfélaginu. Konur hafa minni völd en karlar í samfélaginu, hvort sem það er horft á félagslega eða efnahagslega hlutann. Hlutverk kvenna er að styðja karlmennina í því sem þeir eru að gera og létta undir þeim. Til þess að komast úr þeim vítahring þurfa konur að aflæra ákveðna þætti sem tók þær mörg ár að fara eftir og eru orðnir að þeirra daglega lífi en með því að breyta til í daglegum háttum þá geta konurnar komist á braut femínistan og eru það þær hugsanir sem halda uppi kvennabaráttunni sem konur kljást við á hverjum degi.

Á árunum 1920 – 1960 er talað um stöðnunar tímabil jafnréttisbaráttunnar. Jafnréttisbaráttan gekk vel fram að 1920 og eftir 1960 en þar á milli kom ákveðið hlé á baráttuna þó svo það hefði ekki átt um allar konur. Þar á meðal var Katrín Thoroddsen, læknir, mikil baráttukona. Hún var kvennréttindakona í húð og hár og barðist fyrir réttindum kynsystra sinna. Katrín barðist meðal annars fyrir því að getnaðarvarnir yrðu viðurkenndar og notkun á þeim kynnt almenningi til þess að koma í veg fyrir að tilfellum af börnum sem voru óvelkomin í heiminn, m.a. vegna nauðgunar, myndi fjölga. Hún lagði jafnframt fram frumvarp um fóstureyðingar þar sem hún taldi þær ekki eiga rétt á sér nema í undantekningartilvikum “ þ.e.a.s. ef líf og heilsa móðurinnar væri í hættu og ef um nauðgun hafi verið að ræða”.

Heimildir:

https://timarit.is/page/5953901?iabr=on#page/n35/mode/2up

https://www.amnesty.org/en/what-we-do/discrimination/womens-rights/

https://kvennasogusafn.is/index.php?page=kosningarettur-kvenna

Staðalmyndir kynjanna

Staðalmyndir eru fyrirfram ákveðnar hugmyndir um útlit eða einkenni fólks sem tilheyrir ákveðnum hópum eða stéttum, t.d. hvaða störf eru við þeirra hæfi og hvernig þau eiga að hegða sér. Staðalmyndir geta ýtt undir fordóma og haft gríðarleg áhrif á fólk, sérstaklega þau sem tilheyrir hópum með sterkar staðalímyndir. 

Sem dæmi eru skýrar staðalmyndir um konur og karla sem þó voru skýrari hér áður fyrr. Konur eiga að sjá um börnin á meðan karlarnir sjá um að viðhalda húsinu og bílnum. 

Dæmi um fordómafullar setningar byggðar á staðalmyndum:

  • Þú hleypur eins og kerling
  • Vá hvað þetta er hommalegt
  • Amma mín kastar betur en þú

Sarpurinn – Samtíningur

 

 

Hugtök í kynjafræði
Krossgáta

Podcast 
Rauðsokkahreyfing

 

 

Ártöl og áfangar í sögu kvenna

Staða kvenna á fjármálamarkaði

Fræðsluefni

Flettispjöld